Sviku verulegar fjárhæðir út úr HS Orku

HS Orka. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi fyrirtækisins í sumar.
HS Orka. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi fyrirtækisins í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erlendir  tölvuþrjótar brutust í sumar inn í tölvukerfi HS Orku og tókst að svíkja út umtalsverða upphæð. Fréttablaðið greinir frá þessu og segir upphæðina nema á fjórða hundrað milljónum króna.

HS Orka staðfesti við Fréttablaðið að starfsfólk fyrirtækisins hefði nýlega orðið þess vart að brotist hefði verið inn í kerfið og tekist að blekkja út „verulega greiðslu“ frá fyrirtækinu. Fyrirtækið ynni nú að því með íslenskum og erlendum lögregluyfirvöldum að endurheimta fjármunina og vonir stæðu til að hægt yrði að endurheimta upphæðina að verulegu leyti.

Er málið sagt engin áhrif munu hafa á viðskiptavini, rekstur eða sambönd við birgja félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert