Þórunn og Þórdís fagna báðar hundrað ára afmæli

Þórunn Baldursdóttir er hundrað ára í dag.
Þórunn Baldursdóttir er hundrað ára í dag.

Þórunn Baldursdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir verða báðar 100 ára í vikunni, Þórunn í dag og Þórdís á morgun.

Þórunn fæddist á Þúfnavöllum í Eyjafjarðarsýslu og er dóttir Baldurs Guðmundssonar bónda og síðar þingvarðar og Þórhildar Júlíönu Björnsdóttur en systkini Þórunnar voru tvö. Faðir Þórunnar, Baldur, varð 95 ára og faðir hans 96 ára, svo ljóst er að langlífi er í fjölskyldunni.

Þórunn gekk í Menntaskólann á Akureyri og vorið 1942 giftist hún Walter Raymond Petty hermanni, sem síðar varð skrifstofumaður og verslunarmaður í Reykjavík, en hann fæddist á Englandi. Þegar Walter fékk ríkisborgararétt árið 1955 tók hann upp nafnið Valur Vilhjálmsson. Þau eiga þrjár dætur: Sólveigu Margréti, Svanhildi og Áslaugu Írisi.

Þórdís Jóhannesdóttir verður hundrað ára á morgun, 10. september. Hún er fædd og uppalin í Skálholtsvík í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson bóndi og Sigurrós Þórðardóttir og eignuðust þau 10 börn og er Þórdís yngst þeirra.

Daginn sem lýðveldið var stofnað, 17. júní 1944, trúlofaðist Þórdís Svavari Þ. Péturssyni, starfsmanni flugmálastjórnar. Þau giftu sig síðan í rigningarveðri á Þingvöllum í desember sama ár, en Svavar lést árið 1991. Þórdís býr nú á Laugavegi ásamt stóra bengalkettinum Kastró og líkar vel.

Sjá samtöl við afmælisbörnin í heild í Morgunblaðinu í dag.

Þórdís Jóhannesdóttir er hundrað ára á morgun.
Þórdís Jóhannesdóttir er hundrað ára á morgun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert