Indlandsforseti mættur á Bessastaði

Ram Nath Kovind Indlandsforseti mætir í móttökuathöfn á Bessastöðum ásamt …
Ram Nath Kovind Indlandsforseti mætir í móttökuathöfn á Bessastöðum ásamt forsetafrúnni Savita Kovind. Guðni Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti forsetahjónunum auk ríkisstjórnar Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ram Nath Kovind, forseti Indlands, mætti ásamt eiginkonu sinni, Savitu Kovind, á Bessastaði um klukkan tíu í morgun, en þar fer fram formleg móttökuathöfn vegna ríkisheimsóknar forsetans til Íslands. Auk Guðna Jóhannessonar, forseta Íslands, var ríkisstjórn Íslands mætt til að taka á móti Kovind. 

Ríkisstjórn Íslands var á Bessastöðum vegna komu Indlandsforseta.
Ríkisstjórn Íslands var á Bessastöðum vegna komu Indlandsforseta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsetinn kom til landsins í gær ásamt eiginkonu og fylgdarliði, en heimsóknin mun standa yfir fram á miðvikudag. Eftir móttökuathöfnina mun Guðni funda með Kovind og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum. Þar er meðal annars um að ræða samkomulag um vegabréfsáritanir, áætlun um samstarf í menningarmálum milli landanna og samstarfssamning á sviði fiskveiða.

mbl.is/Kristinn Magnússon

 

Að fundinum loknum munu forsetarnir ávarpa fjölmiðla og því næst heldur Kovind í Háskóla Íslands þar sem hann mun funda með rektor og halda ávarp í hátíðarsal skólans.

Fjölmenni var á Bessastöðum.
Fjölmenni var á Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert