Segir starfslok til skoðunar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum að skoða þetta,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún var spurð hvort það hefði komið til tals að semja um starfslok ríkislögreglustjóra. Rætt var við Áslaugu um deilur ríkislögreglustjóra og lögregluembætta í landinu í fréttum á RÚV í kvöld.

Áslaug sagði að skoða þyrfti málið með heildstæðum hætti og leysa það hratt. 

Aðspurð sagðist ráðherra ekki hafa áhyggjur af því hvaða áhrif þessi deila gæti haft á löggæslu í landinu.

Fjölmörg lögregluembætti í landinu hafa lýst yfir stuðningi við stjórn Lands­sam­bands lög­reglu­manna (LL). Þau lýsa yfir ánægju með þrýsting lögreglustjóra landsins á að alhliða stjórnsýsluúttekt fari fram á embætti ríkislögreglustjóra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert