Gæti lækkað vexti á Íslandi

Fram undan gæti verið sú óvenjulega staða í íslensku hagkerfi að vextir lækki í niðursveiflu. Það gæti aftur mildað höggið fyrir ríkissjóð. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir allar líkur á að ríkissjóður Íslands muni fá erlend lán á hagstæðari kjörum.

„Ástæðan fyrir vaxtaþróuninni er m.a. hvað mörg stærri hagkerfi Evrópu ætla seint að rétta úr kútnum. Þá eru vísbendingar um skammvinna niðursveiflu í Þýskalandi.“

Ríkissjóður gaf út evrubréf með 0,1% vöxtum í júní. Sturla Pálsson, sérfræðingur hjá Seðlabankanum, segir vexti hafa lækkað síðan. Með tíð og tíma muni vaxtabyrði ríkissjóðs lækka vegna lækkandi vaxta.

Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, segir efnahagslega óvissu og hægari gang hagkerfanna, ekki síst á evrusvæðinu, stuðla að vaxtalækkunum á Vesturlöndum.

Neikvæðir vextir þurfi ekki að vera vísbending um að leiðrétting sé fram undan á fjármálamörkuðum. Fjárfestar þurfi að leita í áhættusamari eignir til að eiga möguleika á hærri ávöxtun. Það styðji til dæmis við hlutabréfamarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert