Fjársvikamál HS Orku enn í rannsókn

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. mbl.is/Golli

„Málið er í rannsókn,“ segir Ólafur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari um rannsókn embættisins á svikum erlendra tölvuþrjóta sem náðu að svíkja út um 400 milljónir króna úr HS Orku. Málið er til meðferðar hjá efna­hags­brota­deild embætt­is­ins. Það teygir sig út fyrir landsteinana og er embættið í sambandi við erlend lögregluyfirvöld en Ólafur getur ekki gefið upp hvaða land um ræðir. 

„Við erum háð lögregluyfirvöldum erlendis,“ segir Ólafur spurður hvenær rannsókn ljúki. Fram hefur komið að það náðist að frysta um helming upphæðarinnar eða um 200 milljónir króna. Sú upphæð mun skila sér til baka að sögn Ásgeirs Mar­geirs­sonar, for­stjóra HS Orku. Spurður hvort fyrirtækið hafi verið tryggt fyrir tjóni sem þessu, segist hann ekki geta tjáð sig um það að svö stöddu. 

Ásgeir tekur fram að þetta högg sem fyrirtækið varð fyrir trufli starfsemi þess ekki og bitni ekki á þjónustunni. „Reynslan er hremmingarnar sem maður lendir í og ef maður lærir af reynslunni er það vel. Svo reynir maður að miðla af reynslunni til annarra, að vera ekki á tánum heldur á nálum fyrir svona hættum sem eru úti um allt,“ segir Ásgeir um atvikið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert