Jónas metinn hæfastur

14 sóttu um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjaness og hefur …
14 sóttu um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjaness og hefur dómnefnd um hæfni umsækjenda metið Jónas Jóhannsson lögmann hæfastan. mbl.is/Ófeigur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara metur Jónas Jóhannsson, lögmann og fyrrverandi héraðsdómara, hæfastan til að hljóta skipun í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. 

Nefndin hefur skilað umsögn sinni um umsækjendurna 14. Embættið var auglýst laust til umsóknar 3. maí síðastliðinn og umsóknarfrestur var til 20. maí.

Jónas var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur starfað sem lögmaður síðustu átta ár. 

Umsækjendur, auk Jónasar, eru: 

  • Auður Björg Jóns­dótt­ir lögmaður
  • Ásgeir Jóns­son lögmaður
  • Guðfinn­ur Stef­áns­son, aðstoðarmaður dóm­ara
  • Guðmundína Ragn­ars­dótt­ir lögmaður
  • Hall­dóra Þor­steins­dótt­ir lektor
  • Há­kon Þor­steins­son, aðstoðarmaður dóm­ara
  • Ingi Tryggva­son lögmaður
  • Ingólf­ur Vign­ir Guðmunds­son lögmaður
  • Magnús Björn Brynj­ólfs­son lögmaður
  • Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir lögmaður
  • Ólaf­ur Helgi Árna­son lögmaður
  • Sól­veig Inga­dótt­ir, aðstoðarmaður dóm­ara
  • Þór­hall­ur Hauk­ur Þor­valds­son lögmaður

Dómnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.

Hér má lesa umsögn dómnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert