Verði heimilt að selja áfengi í netverslunum

Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að dómsmálaráðherra muni leggja fram …
Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum í mars. AFP

Heimilt verður að kaupa áfengi í netverslunum hér á landi, samkvæmt frumvarpi sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í mars á næsta ári.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Þar segir að nái frumvarpið fram að ganga verði einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengissölu hér á landi í raun afnumið. 

Þrátt fyrir að ÁTVR hafi einkaleyfi á smásölu áfengis er heimilt að kaupa áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. Þar fær kaupandi vöru senda heim að dyrum en greiðir áfengisgjald og virðisaukaskatt af sendingu.

Áslaug Arna benti á í samtali við mbl.is fyrir rétt tæpum fjórum árum hversu auðvelt það væri að panta vín að utan án aðkomu ÁTVR.

„DHL kem­ur bara með þetta heim til mín beint upp að dyr­um án nokk­urr­ar aðkomu ÁTVR og maður borg­ar áfengistoll af þessu við hurðina,“ sagði Áslaug, þá laganemi og ritari Sjálfstæðisflokksins, við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert