100 tegundir af rafrettuvökvum teknar úr sölu

Þegar vökvi hefur verið blandaður af söluaðila kemur ekki fram …
Þegar vökvi hefur verið blandaður af söluaðila kemur ekki fram hve mikið nikótín er í vökvanum. Erfitt er því að komast að hvaða innihaldsefni eru í slíkri áfyllingu. mbl.is/​Hari

Neytendastofa hefur tekið úr sölu um 100 tegundir af áfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. Þegar vökvi hefur verið blandaður af söluaðila kemur ekki fram hve mikið nikótín er í vökvanum. Erfitt er því að komast að hvaða innihaldsefni eru í slíkri áfyllingu, við hvaða aðstæður blöndunin fer fram, hvernig mælingar fara fram eða hver eiturhrif eru.

Neytendastofa vekur athygli á að einkenni eitrunar af völdum nikótíns eru til dæmis uppköst, hraður hjartsláttur, öndunarerfiðleikar og aukin munnvatnsframleiðsla. Áfyllingar fyrir rafrettur mega að hámarki innihalda 20 mg/ml af nikótínvökva.

Umræða um rafrettur og mögulega skaðsemi þeirra hefur aukist upp á síðkastið. Rúm­lega 500 manns hafa veikst eft­ir notk­un á rafrett­um í Banda­ríkj­un­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðis­yf­ir­völd­um og bann við notk­un bragðefna í rafrett­um tók gildi í borg­inni Los Ang­eles ný­verið. Þá ætla indversk stjórnvöld að banna bragðbætta vökva. 

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra sagði í sam­tali í Morg­un­blaði í vikunni að ný­leg­ar frétt­ir um lungna­sjúk­dómafar­ald­ur í Banda­ríkj­un­um, sem virðist tengj­ast rafrettu­notk­un, séu mikið áhyggju­efni.

Ábendingum vegna  rafrettna og áfyllinga sem grunur er um að séu ekki í lagi má koma til Neytendastofu í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert