Ingibjörg Ýr nýr skólastjóri Fossvogsskóla

Fossvogsskóli í Reykjavík. Mynd úr safni.
Fossvogsskóli í Reykjavík. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Ingibjörg Ýr Pálmadóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri í Fossvogsskóla. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Ingibjörg Ýr hefur starfað sem kennari, deildarstjóri, verkefnastjóri og sérkennari í Fossvogsskóla frá árinu 2014 og haft umsjón með lestri og lestrarkennslu. Einnig hefur hún verið stundakennari við Háskóla Íslands og leiðbeinandi í ritveri á Menntavísindasviði. 

Hún lauk B.Ed-prófi frá KÍ árið 1998 og diplómu frá KÍ í sérhæfingu í kennslu yngri barna, lestrarnámi, árið 2006. Þá er hún með meistarapróf í náms- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert