Ólst upp við sláturgerð

Davíð Atli Ásbergs heldur við gömlum hefðum og tekur slátur, …
Davíð Atli Ásbergs heldur við gömlum hefðum og tekur slátur, þó ekki alveg á hverju ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég ólst upp við þetta sem barn, aftur í fornöld. Þetta var mikið notað þá, á árunum á milli 1940 og 1950,“ segir Davíð Atli Ásbergs efnaverkfræðingur sem keypti slátur á sláturmarkaði SS í verslun Hagkaupa í Kringlunni í gær.

Sláturmarkaðurinn var opnaður í gær. Hann er í þessari einu verslun Hagkaupa en einnig verður slátur frá SS í verslun Krónunnar á Selfossi frá og með 24. þessa mánaðar.

Vekur góðar minningar

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Davíð Atli að sláturgerð hafi lagst af en „ég og mín fjölskylda tókum þetta aftur upp á miðjum aldri. Það var skemmtileg fjölskyldusamkoma að vinna þetta saman.“

Hann er nú einn og segist taka slátur annað hvert ár eða svo. Hann keypti í gær kassa með þremur slátrum og byrjaði strax á sláturgerðinni en reiknaði með að ljúka henni í dag. „Þetta er ekki mikið mál þegar maður er byrjaður. Mér finnst gaman að stússa í þessu og það vekur góðar minningar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert