Tuttugu skjalagjafir á tuttugu og einu ári

Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar ríkissaksóknara, afhendir hér Svanhildi Bogadóttur …
Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar ríkissaksóknara, afhendir hér Svanhildi Bogadóttur borgarskjalaverði handrit Þórðar að sögu utanþingsstjórnarinnar. Skjalasafn Þórðar er nú varðveitt þar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarskjalasafni Reykjavíkur barst í gær merkileg gjöf, þegar Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar ríkissaksóknara, færði safninu handrit Þórðar að sögu utanþingsstjórnarinnar 1942-1944.

Faðir Þórðar, Björn Þórðarson, var forsætisráðherra stjórnarinnar, og varðveitti Þórður skjöl hans að honum gengnum. Uppkast Þórðar er um 700 blaðsíður og er geymt í tíu möppum.

„Hann skrifaði þetta allt og aflaði sér upplýsinga og setti saman,“ segir Guðfinna, en Þórði entist ekki aldur til þess að gefa handrit sitt út á bók, líkt og hugur hans stóð til.

Hún segir að eitt af því sem hafi hvatt Þórð til verksins hafi verið vilji hans til þess að leiðrétta ýmsar rangfærslur sem uppi hafa verið um utanþingsstjórnina og störf föður síns í henni. „Eitt af því sem sagt hefur verið er að Björn hafi verið lögskilnaðarmaður í sjálfstæðismálinu,“ segir Guðfinna. „En hið rétta er að hann vildi fylgja því sem þjóðin kaus.“ Hún bætir við að Björn hafi náð að sannfæra Svein Björnsson, ríkisstjóra og síðar fyrsta forseta lýðveldisins, um að rétt væri að slíta tengslin við Dani þegar árið 1944, frekar en að bíða fram yfir stríðslok.

Í umfjöllun um þessa skjalagjöf í Morgunblaðinu í dag segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður að safnið hafi ekki tök á að gefa handrit Þórðar út á bók, en að vilji standi til að allar möppurnar tíu verði ljósmyndaðar og gerðar aðgengilegar á vef safnsins, almenningi og sagnfræðingum til hagsbóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert