Björgunarsveit kölluð út vegna göngufólks

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út til að aðstoða …
Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út til að aðstoða göngufólkinu að koma sér til byggða. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út klukkan hálfníu í gærkvöldi eftir að göngufólk hafði villst á leiðinni niður úr fjallinu Súlum. Þoka var mikil á svæðinu sem og rigning sem olli því að fólkið villtist.

Þetta staðfestir varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra í samtali við mbl.is.

„Þau voru þrjú á ferðinni, orðin hrakin, köld og blaut,“ segir hann. Þremenningarnir, sem voru íslenskir, höfðu verið að ganga á Súlur sunnan við Hlíðarfjall þegar þeir áttaðu sig á því að þeir væru villtir og óskuðu því eftir aðstoð.

Símasamband var gott allan tímann og gekk því greiðlega fyrir björgunarsveitarfólk að finna þá. Í kjölfarið var gengið með þeim að bílum þeirra. Aðgerðin gekk vel að sögn lögreglu og þremenningunum varð ekki meint af.

RÚV greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert