Fleiri flugfreyjur Icelandair veikjast

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikindi starfsmanna um …
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikindi starfsmanna um borð í vélum félagsins koma upp en fimm flug­freyjur og flugþjónar íhuga að höfða mál gegn Icelanda­ir vegna veik­inda sinna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjár flugfreyjur Icelandair veiktust og þurftu súrefni í flugi Icelandair í síðustu viku. Ein leitaði til bráðamóttöku eftir lendingu. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikindi starfsmanna um borð í vélum félagsins koma upp en fimm flug­freyjur og flugþjónar íhuga að höfða mál gegn Icelanda­ir vegna veik­inda sinna. 

Lögmaður þeirra segir að Icelanda­ir hafni því að veik­ind­in megi rekja til lítilla loft­gæða. Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagði í samtali við mbl.is í síðasta mánuði að ekki hefðir tek­ist að sýna fram á or­saka­tengsl á milli loft­gæða í flug­vél­um og heilsu­farsvanda­mála þrátt fyr­ir ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir. 

Sex mál sem tengjast veikindum flugfreyja um borð í vélum Icelandair eru til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa þessa stundina.

Nokkuð var fjallað um veik­indi flugliða hjá Icelanda­ir á ár­inu 2016, en þá komu tug­ir veik­inda­til­fella upp og þó nokk­ur mál rötuðu inn á borð rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa. Trúnaðarlækn­ir Icelanda­ir sagði við mbl.is sum­arið 2016 að veik­indi hefðu gert vart við sig í mörg­um vél­um og við margs kon­ar kring­um­stæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert