Lyfjaskortur á landinu

Um 100 lyf skortir á landinu um þessar mundir.
Um 100 lyf skortir á landinu um þessar mundir. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Óvenjumikill lyfjaskortur er á landinu og yfir 100 lyf skortir. Forstjóri Lyfjastofnunar, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, sagði að landsmenn þyrftu að sætta sig við viðvarandi lyfjaskort í landinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 

Ýmsar ástæður voru gefnar upp fyrir ástandinu, þar á meðal að hráefni og lokaafurðir lyfja væru komin á hendur fárra framleiðenda. Af því leiddi að ekki mætti mikið koma upp á í framleiðsluferlinu svo skortur yrði á lyfjum. Einnig væru kröfur um innflutning og förgun lyfja orðnar strangari svo fátt eitt væri nefnt. 

Í kvöldfréttum Rúv var einnig rætt við konu með alvarlegan taugasjúkdóm sem fær ekki nauðsynleg lyf vegna lyfaskorts. Hún lýsti mikilli vanlíðan sem fylgir því og furðar sig á því fyrirkomulagi að heildsalar lyfja séu með líf sjúklinga í lúkunum. 

Hér er hægt að sjá lista Lyfjastofnunar yfir þau lyf sem skortur er á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert