Ráðist á unglinga við Salaskóla með kylfum og hnúajárni

Lögreglan rannsakar árás sem unglingar urðu fyrir við Salaskóla.
Lögreglan rannsakar árás sem unglingar urðu fyrir við Salaskóla. Ljósmynd/mbl.is

Ráðist var á unglinga við Salaskóla, hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn sáust á lofti, að sögn tilkynnanda til lögreglunnar. Málið er í rannsókn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Í Hafnarfirði hafði lögreglan afskipti af karlmanni sem ruddist inn í húsnæði og hótaði húsráðanda barsmíðum. Svipaða sögu var að segja í Kópavogi þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar fólk reyndi að ráðast inn í hús. 

Tveir einstaklingar voru handteknir fyrir þjófnað í verslun við Nýbýlaveg. Á sömu götu keyrðu unglingar á vespu á bifreið. 

Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til þegar ölvaður maður steyptist á hausinn og fossblæddi úr höfði hans.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert