Áfram hlýjast á Norðurlandi

Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.

Austlæg átt, 3-10 m/s, er á landinu í dag en 10-15 m/s syðst. Rigning eða súld með köflum verður á sunnanverðu landinu, en hálfskýjað og þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig og verður hlýjast á Norðurlandi.

Ekki er að sjá neinar teljandi breytingar í veðri í kortunum í dag eða næstu tvo daga að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Austanáttir með vætu verða ráðandi á sunnanverðu landinu en lengst af þurrviðri og jafn vel sólarglennur fyrir norðan.

Áfram verður þá hlýtt í veðri, einkum á Norðurlandi.

Veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert