Umhverfisstjórnunarkerfi fyrir hafnir landsins

Frá Reykjavíkurhöfn.
Frá Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Hallur Már

Hafnarsamband Íslands hefur gert rammasamning við Klappir grænar lausnir um innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis fyrir allar hafnir sambandsins. 

Samhliða hafa Akureyrarhöfn, Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarhöfn, Ísafjarðarhöfn og Vestmannaeyjahöfn undirritað þjónustusamninga við Klappir um upptöku kerfisins.

Stafrænt PortMaster kerfi Klappa tekur við tilkynningum skipa um komur og brottfarir, skil á sorpi, olíumenguðum úrgangi, skólpi og öðrum úrgangi og skilar með sjálfvirkum hætti tilkynningum til viðkomandi yfirvalda, svo sem til Umhverfisstofnunar, að því er segir í fréttatilkynningu.

Þar segir að samningurinn ýti úr vör byltingu í því hversu gaumgæfilega megi halda utan um umhverfismál í höfnun landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert