Ekki að fara af heimsminjaskrá

Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, á ekki von á að Þingvellir missi stöðu sína á heimsminjaskrá vegna köfunarstarfsemi í Silfru. Hann segir vel þekkt að afþreying sé stunduð í þjóðgörðum og að óhjákvæmilega fylgi henni ávallt eitthvað rask. Nefnir hann t.a.m. köfun við Great Barrier Reef og reiðtúra í Miklagljúfri.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þjóðgarðinum hefði borist bréf frá forstjóra UNESCO þar sem farið var fram á skýringar á raski á Þingvöllum m.a. vegna starfsemi köfunarfyrirtækja og var þar vísað í niðurstöður rannsóknar sem MA nemi í líffræði gerði á berginu í Silfru. Þar kom fram að þörungar festust ekki jafn vel á berginu þar og í öðrum sambærilegum gjám á Þingvöllum.  

Í myndskeiðinu er rætt við Einar um bréfið frá UNESCO en hann segir framundan vera mikla skipulagsvinnu á svæðinu þar sem m.a. verði farið í að skipuleggja aðstöðu köfunarfyrirtækja á svæðinu til frambúðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert