Jákvæðni að leiðarljósi

Olga Björt Þórðardóttir á skrifstofu Hafnfirðings í Íshúsi Hafnarfjarðar.
Olga Björt Þórðardóttir á skrifstofu Hafnfirðings í Íshúsi Hafnarfjarðar. mbl.is/​Hari

Rekstur einkarekinna fjölmiðla er ekki sjálfgefinn, en bjartsýni og jákvæðni eru Olgu Björt Þórðardóttur, útgefanda og ritstjóra, í blóð borin. Hún stofnaði útgáfufyrirtækið Björt útgáfa ehf., tók við rekstri Fjarðarpóstsins um liðin áramót eftir að hafa ritstýrt blaðinu í tvö ár og hefur þegar látið til sín taka.

Í stað þess að halda áfram með vikublað ákvað hún í maí að það kæmi út hálfsmánaðarlega og í lok september kom blaðið fyrst út undir nafninu Hafnfirðingur.

Reksturinn var þyngri en Olga Björt hafði fengið upplýsingar um en í stað þess að leggja árar í bát spýtti hún í lófana og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

„Ég hugsaði um að skila blaðinu aftur til föðurhúsanna en vegna hvatningar frá hópi Hafnfirðinga ákvað ég að stökkva út í djúpu laugina, fór í öflugt markaðsátak, kynnti mig sem andlit bæjarblaðsins og kynningarnar hittu í mark.“

Sjá viðtal við Olgu Björt í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert