Olíumengun hefur áhrif á skjaldbökur

Olíumengun við strendur Brasilíu sem nær yfir um tvo þúsund kílómetra hefur slæm áhrif á lífríkið einkum á sjávarskjaldbökur. Brasilísku góðgerðarsamtökin Tamar Project sem beita sér fyrir því að vernda skjaldbökur óttast um afdrif skjaldbakanna.  

Olíumengunin uppgötvaðist í september en ekki er vitað nákvæmlega um upptök hennar. Brasilísk yfiröld saka Venesúela um að bera ábyrgð á menguninni og telja ennfremur að hana megi rekja til „draugaskips“. 

„Þegar þær synda í olíuna festast þær og komast ekkert. Olían hefur einnig slæm áhrif á þær við innöndun,“ segir Thaís Pires talsmaður samtakanna. Áfram verður fylgst náið með afdrifum þeirra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert