Ósátt við viðtal við ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. skjáskot/rúv

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði „óásættanlegt“ hvernig málefni lögreglunnar hafi verið rekin í fjölmiðlum í Kastljósþætti RÚV í kvöld. Hún sagðist ennfremur hafa verið ósátt við viðtal við ríkislögreglustjóra, Haraldar Johannessen, sem birtist í Morgunblaðinu þar sem hann tjáði sig um málefni lögreglunnar. Áslaug hafi greint ríkislögreglustjóra frá skoðun sinni.

Togstreita hafi myndast innan lögreglunnar og sagðist Áslaug vinna að skipulagsbreytingum sem fæli meðal annars í sér sameiningu embætta. Þetta væri liður í að tryggja öryggi landsmanna þrátt fyrir ósætti.

Spurð hvort núverandi ríkislögreglustjóri myndi halda stöðu sinni eftir breytingar, sagðist hún ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna. Þetta skýrðist á næstu vikum. 

Innt eftir svörum við nýsamþykkt launasamkomulag sem felur í sér að allir yfir- og aðstoðarlögregluþjónar ríkislögreglustjóra fá aukin lífeyrisréttindi. Sagðist Áslaug hafa óskað eftir skýringum á þeirri ákvörðun af hálfu ríkislögreglustjóra. 

Fangelsismál báru einnig á góma í viðtalinu. Áslaug sagði að unnið væri meðal annars að ýmsum úrbótum í þeim málaflokk meðal annars að efla sálfræðiþjónustu við fanga sem og að stytta biðlista þeirra sem bíða þess að afplána dóm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert