Í beinni: Landsfundur VG og opnunarræða Katrínar Jakobsdóttur

Katrín Jakobsdóttir mun flytja opnunarræðu á landsfundinum klukkan 17:30. Mynd …
Katrín Jakobsdóttir mun flytja opnunarræðu á landsfundinum klukkan 17:30. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst nú klukkan korter fyrir fimm í dag og mun standa yfir um helgina. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, flytur opnunarræðu klukkan hálf sex og verður hún í beinni útsendingu hér.

Að opnunarræðu lokinni tekur við umræða um lagabreytingar og almennar stjórnmálaumræður. Klukkan hálf ellefu í kvöld rennur út frestur til að tilkynna framboð til formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og stjórnar.

Á morgun taka málefnahópar til starfa og kynna niðurstöður sínar í framhaldinu áður en pallborðsumræða um loftlagsmál hefst.

Klukkan 14:50 hefst rafræn kosning til embættis formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og sjö meðstjórnenda auk fjögurra varamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert