Fyrsta snjóél vetrarins á höfuðborgarsvæðinu

Snjór er víða á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin í …
Snjór er víða á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mynd er tekin í Laugarneshverfi. mbl.is

Jörð er orðin grá víða á höfuðborgarsvæðinu, en lítils háttar snjóél hafa verið í kvöld. Samkvæmt óvísindalegri greiningu mbl.is og ábendingum lesenda er þetta í fyrsta sinn sem snjóar í byggð á höfuðborgarsvæðinu þennan veturinn, alla vega svo eftir sé tekið.

Til gamans má geta að það var 5. nóvember í fyrra sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu fyrst við hvíta jörð, svo veturinn lætur fyrr á sér kræla í ár.

Ekki er þó útlit fyrir að þau snjókorn sem fjúka nú um staldri lengi við, samkvæmt spám Veðurstofu Íslands, en snjókomu er ekki spáð á höfuðborgarsvæðinu í nótt né á morgun.

Í öðrum landsfjórðungum er þegar kominn nokkur snjór í byggðum og má búast við því að él eða snjókoma verði um norðanvert landið á morgun. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs á morgun á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðausturlandi.

Nánar um viðvaranir á vef Veðurstofunnar

Lítils háttar snjóél hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Mynd …
Lítils háttar snjóél hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Mynd úr efri byggðum Kópavogs. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert