Bera ábyrgð á tjóni hrossabónda

Hross á vegi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hross á vegi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að eigandi bifreiðar sem ekið var inn í hrossahóp á hringveginum og tryggingafélag hans beri ábyrgð á tjóni eigenda hrossanna.

Hrossaræktandinn var talinn hafa uppfyllt skilyrði laga og reglna um vörslu búfjár og girðingar þótt stóðið hafi fælst og hlaupið yfir hlið og inn á þjóðveginn.

Bifreiðinni var ekið inn í hrossahóp á hringvegi í Skagafirði, skammt ofan Varmahlíðar, laugardagskvöldið 26. ágúst 2017. Svartamyrkur var og vegur blautur. Ökumaður taldi sig hafa ekið á um 90 km hraða þegar hann hefði skyndilega séð hross á veginum, séð „hrædd hestaaugu“ koma æðandi á móti þeim. Hann hefði ekki náð að hemla í tæka tíð en náð að hægja eitthvað á ferðinni áður en hann skall á hrossunum. Bifreiðin var mikið skemmd að framan og vélarhlífin lagðist yfir framrúðuna. Ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla.

Á veginum var eitt dautt hross og annað skammt frá með áverka, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert