Segir Seattle-vélina hafa haft nægt eldsneyti

Vélar Icelandair á Akureyrarflugvelli í morgun.
Vélar Icelandair á Akureyrarflugvelli í morgun. Ljósmynd/Isavia

Flugvél Icelandair, sem var að koma frá Seattle í morgun og lenti á flugbraut þar sem lítil flugvél var fyrir, var með nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Flugstjórinn hafði tilkynnt að eldsneytisstaða væri lág.

Þrem­ur flug­vél­um Icelanda­ir sem voru á leið frá Banda­ríkj­un­um í morg­un var beint til Ak­ur­eyr­ar eft­ir að tveggja manna flug­vél,  sem kom inn til lend­ing­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli um 6-leytið í morg­un rann út af flug­braut­inni og hafnaði í kanti við enda henn­ar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við mbl.is í morgun að flug­stjóri einn­ar Icelanda­ir-vél­anna, sem var að koma frá Seattle, hefði til­kynnt um að vél­in hefði ekki nægi­legt eldsneyti til að fljúga til Ak­ur­eyr­ar. Því hefði henni verið lent í Kefla­vík, á braut­inni þar sem litla vél­in var ennþá á. 

Ásdís Ýr segir að misvísandi upplýsingar hafi borist um eldsneytisstöðu vélarinnar.

Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair Group.
Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair Group. Ljósmynd/Aðsend

Vélin var með nægt eldsneyti til að fljúga á varavöll og hefði í raun og veru getað flogið til Akureyrar,“ segir Ásdís Ýr. „Hins vegar var hún komin í biðflug og flugstjórinn mat stöðuna á eldsneytinu þannig að hann taldi rétt að óska eftir forgangi. Sem var veittur.“

Hún segir að með biðflugi sé átt við að vélin sé komin í lægri flughæð og flugstjóri bíði eftir því að fá tilkynningu um lendingartíma.

„Hinar tvær vélarnar voru ekki komnar í biðflug,“ segir Ásdís Ýr.

Spurð hvers vegna flugstjórinn hafi tekið þessa ákvörðun í ljósi þess að vélin hafi haft nægt eldsneyti svarar Ásdís Ýr að um hafi verið að ræða varúðarráðstöfun. „Í flugi er alltaf ítrustu varúðar og öryggis gætt. Verkreglurnar eru svo strangar að það var ákveðið að lenda á næsta flugvelli, þó það væri kannski ekki ástæða til,“ segir Ásdís Ýr og vill árétta að engin hætta hafi verið á ferðumj.

Hvers vegna var eldsneytisstaða vélarinnar lág? „Ég hef ekki upplýsingar um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka