40 íslenskar bækur gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum

Þýðingar á íslenskum bókum yfir á ensku.
Þýðingar á íslenskum bókum yfir á ensku.

Bækur eftir íslenska höfunda ferðast víða um heiminn og eru þýddar á æ fleiri tungumál, en þau eru nú orðin um fimmtíu talsins. Þýðingum hefur fjölgað verulega og hafa þrefaldast á síðustu tíu árum.

Sem dæmi má nefna að hátt í fjörutíu bækur eru nýkomnar út eða væntanlegar á enskri tungu, í Bretlandi og Bandaríkjunum, og þar gefur að líta skáldsögur, ljóð, glæpasögur, barnabækur og bækur almenns efnis eftir bæði þekkta höfunda, sem og höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Flestar þessara bóka hafa hlotið þýðingastyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, að því er segir í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

 Skáldsögur

  • Hrímland (e. Shadows of the Short Days) eftir Alexander Dan Vilhjálmsson í þýðingu hans. Útgefandi er Gollancz í Bretlandi.
  • Ungfrú Ísland (e. Miss Iceland) & Ör (e. Hotel Silence) eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefendur eru Pushkin Press í Bretlandi og Grove Atlantic í Bandaríkjunum.
  • CoDex 1962 eftir Sjón í þýðingu Victoriu Cribb, útgefendur Sceptre í Bretlandi og FSG í Bandaríkjunum.
  • Sumarljós og svo kemur nóttin (e. Summer Light, and Then Comes the Night) & Eitthvað á stærð við alheiminn (e. About the Size of the Universe) eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi Quercus Books/MacLehose Press.
  • Stormfuglar (e. Stormbirds) eftir Einar Kárason í þýðingu Philip Roughton, útgefandi MacLehose Press.
  • Elín, ýmislegt (e. A Fist or a Heart) eftir Kristínu Eiríksdóttur í þýðingu Larissu Kyzer, útgefandi er Amazon Crossing.
  • Konan við 1000° (e. Woman at 1000 Degrees) eftir Hallgrím Helgason í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefandi er Algonquin Books.
  • Kvika (e. Magma) eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Þýðandi er Megan A. Matich, útgefandi er Picados í Bretlandi og Grove Atlantic/Black Cat í Bandaríkjunum.
  • Smartís (e. Smarties) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í útgáfu The Emma Press.
  • Mörk – saga mömmu (e. And the Swans Began to Sing) eftir Þóru Karítas Árnadóttur, þýðendur eru Áslaug Torfadóttir og Helen Priscilla Matthews og útgefandi er Wild Pressed Books.
  • Stóri skjálfti (e. Aftershock) eftir Auði Jónsdóttur í þýðingu Megan A. Matich, útgefandi er Dottir Press.
  • Valeyrarvalsinn (e. And the Wind Sees All) eftir Guðmund Andra Thorsson í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery. Útgefandi er Peirene Press.
  • Kompa (e. That Little Dark Room) eftir Sigrúnu Pálsdóttur í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
  • Sögumaður (e. Narrator) eftir Braga Ólafsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
  • Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Deep Vellum.
  • Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur, þýðandi Kara Billey Thordarson og útgefandi Partus Press.
  • Millilending eftir Jónas Reyni Gunnarsson í þýðingu Völu Thorodds, útgefandi er Partus Press.

 Glæpasögur

  • Skuggasund (e. The Shadow District) & Þýska húsið (e. The Shadow Killer) eftir Arnald Indriðason. Þýðandi er Victoria Cribb og útgefendur WF Howes í Bretlandi og Thomas Dunne í Bandaríkjunum.
  • Gatið (e. The Hole) & Brúðan (e. The Doll) eftir Yrsu Sigurðardóttur í þýðingu Victoriu Cribb og útgáfu Hodder & Stoughton.
  • Búrið (e. Cage) & Svik (e. Betrayal) eftir Lilju Sigurðardóttur í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er Orenda Books.
  • Dimma (e. Darkness) & Drungi (e. The Island) eftir Ragnar Jónasson í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er St. Martin's Press.
  • Marrið í stiganum (e. The Creak on the Stairs) eftir Evu Björg Ægisdóttur í þýðingu Victoria Cribb,  útgefandi er Orenda Books.
  • Svartigaldur (e. Black Magic) eftir Stefán Mána í útgáfu Amazon Crossing.

 Ljóð

  • Drápa (e. Drápa) & Sálumessa (e. Requiem) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í þýðingu Rory McTurk. Útgefandi er ARC Publication.
  • Safn ljóða; Waitress in Fall eftir Kristínu Ómarsdóttur í þýðingu Völu Thorodds og útgefið af Carcanet.

 Barna - og ungmennabækur

  • Tímakistan (e. The Casket of Time) eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery, útgefandi Restless Books.

Bækur almenns efnis

  • Heida-fjalldalabondinn-a-ensku
  • Um tímann og vatnið (e. On Time and Water) eftir Andra Snæ Magnason, þýðandi er Lytton Smith og útgefandi Open Letter.
  • Heiða, fjalldalabóndinn (e. Heida: A Shepherd at the Edge of the World) eftir Steinunni Sigurðardóttur í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi er John Murray.
  • Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur eftir Guðnýju Hallgrímsdóttur. Þýðandi er Anna Yates og útgefandi Routledge, Taylor & Francis Group.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert