70 þúsund skammtar af inflúensubóluefni í dreifingu

Bólusett fyrir flensu.
Bólusett fyrir flensu. mbl.is/​Hari

„Það er búið að dreifa öllu því bóluefni sem hingað kom til lands, eða alls 70.000 skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til inflúensubóluefnis.

Í Morgunblaðinu í dag segir Þórólfur eftirspurn á Íslandi eftir inflúensubóluefni hafa aukist mjög undanfarin ár.

„Í fyrra var dreift um 73.000 skömmtum og árið þar á undan voru skammtarnir um 70.000. Fyrir nokkrum árum voru þeir aftur á móti nokkru færri, eða um 55.000. Eftirspurn eftir bóluefni hefur því aukist mjög mikið síðastliðin ár og vafalaust væri hægt að dreifa enn fleiri skömmtum en við bara fáum þá ekki,“ segir Þórólfur og bætir við að mikil spurn sé einnig á heimsvísu eftir bóluefninu. „Við höfum verið með útboðssamning fyrir 65.000 skömmtum og höfum keypt aukalega 5.000 síðastliðin þrjú ár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert