Ferðin er þrekraun og áhætta

Erfiðasta verkefni lífs míns, segir John Snorri Sigurjónsson
Erfiðasta verkefni lífs míns, segir John Snorri Sigurjónsson mbl.is/Sigurður Bogi

„Undirbúningur þess að klífa hæstu fjöll er að mestu leyti sá að hafa hugarfarið rétt, enda þó verkefnið núna verði mikil þrekraun og ferðalagið hættileg. Sjálfur hef ég hins vegar góða þjálfun og í huganum sé sjálfan mig á tindinum. Þess vegna legg ég óhræddur af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallamaður.

Frétt mbl.is

Hann stefnir að því að klífa K2 í Pakistan, sem er 8.611 metrar að hæð og er annað hæsta fjall heims, næst á eftir Mont Everest sem er 237 metrum hærra. Hann heldur utan í byrjun nýs árs og gefur sér þrjá mánuði í verkefnið.

Fjórðungur hefur látist í ferðum á fjallið

K2, sem er á landamærum Kína og Pakistan, er sennilega það fjall heimsins sem er erfiðast uppgöngu. Að vetrarlagi hefur enginn komist á topp þess þótt margir hafi reyntog nú ætlar okkar maður að ná því takmarki. Fyrst var K2 klifið árið 1954 og alls hafa um 460 manns lagt á brattann, þar á meðal John Snorri sumarið 2017. Ekki hefur þó öllum tekist að komast á hæsta hjalla fjallsins og um fjórðungur þeirra sem lagt hafa til atlögu hafa farist í þeim ferðum. Fleirum en nokkru sinni áður hafa þó náð takmarkinu síðustu árin.

Sjá við talvið John Snorra í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert