Dæmdur fyrir myndbandsupptökur í búningsklefa

Héraðssaksóknari ákærði í málinu.
Héraðssaksóknari ákærði í málinu. mbl.is/Hjörtur

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir ítrekuð kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á ár­un­um 2017 og 2018 ít­rekað tekið mynd­skeið yfir skil­rúm milli bún­ings­klefa karla og kvenna í húsa­kynn­um sund­laug­ar og íþróttamiðstöðvar á Vest­fjörðum. Þá var manninum gert að greiða 2 milljónir til níu einstaklinga sem hann braut gegn.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi en mótmælti bótakröfum, sem voru frá einni milljón upp í tvær milljónir hjá brotaþolum.

Í ákæru máls­ins er maður­inn ákærður fyr­ir brot gegn fimm stúlk­um und­ir lögaldri, ein­um dreng und­ir lögaldri og þrem­ur kon­um yfir 18 ára aldri. Voru brot­in tal­in varða við ákvæði al­mennra hegn­ing­ar­laga um blygðun­ar­sem­is­brot, auk þess sem brot­in gegn börn­un­um voru tal­in brjóta gegn þeirri grein í barna­vernd­ar­lög­um sem tek­ur á ósiðlegu at­hæfi gegn börn­um.

Myndaði maður­inn fólkið þegar það var statt í kvenna­klefa sund­laug­ar­inn­ar með mynda­vél síma síns og sýndu mynd­skeiðin fólkið nakið. Stúlk­urn­ar voru á aldr­in­um 9 til 14 ára þegar brot­in áttu sér stað og dreng­ur­inn á fimmta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert