Ekki öll nótt úti fyrir Sigurfara

Kútter Sigurfari hefur lengi dregið gesti að Byggðasafninu á Akranesi, …
Kútter Sigurfari hefur lengi dregið gesti að Byggðasafninu á Akranesi, en skipið hefur látið mikið á sjá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það skýrist væntanlega í byrjun næsta árs hvað verður um kútter Sigurfara, sem þarfnast gagngerrar endurbyggingar í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Sótt hefur verið um styrk til Europe Nostra, stofnunar sem styður við evrópska menningararfleifð.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að í samvinnu við innlendan aðila hafi bærinn ákveðið að sækja um styrk í fyrrnefndan sjóð og svara sé að vænta í janúar. Meðan þeirra sé beðið verði hvorki ráðist í förgun skipsins, sem leyfi fékkst til síðasta vor frá bæði Minjastofnun og Þjóðminjasafninu, né heldur verði farið í viðræður við tvo innlenda aðila sem lýstu áhuga á að eignast skipið.

Hann segir að vilji sé til þess á Akranesi að láta á það reyna hvort fjármagn fáist til að gera kútterinn upp. Ekki hafi skort vilja til að varðveita skipið, en fjármagn hafi hins vegar ekki verið fyrir hendi. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir fimm árum að þá var talið að það myndi kosta á annað hundrað milljónir að gera skipið upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert