Þjófnaður og eignaspjöll

mbl.is/Eggert

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um þjófnað úr verslun í miðbænum og eignaspjöll í skátaheimili í Vesturbænum í gærkvöldi. Eins var tilkynnt um innbrot í heimahúsi í miðborginni (hverfi 101) seint í gærkvöldi. 

Ökumaður var stöðvaður í Austurbænum (hverfi 105) í gærkvöldi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þegar að var gáð reynist hann sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Annar var stöðvaður í Kópavoginum og er hann einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan stöðvaði einnig för bifreiðar í Breiðholti (hverfi 109) en bifreiðin er ótryggð. Eins kom í ljós að ökumaður bifreiðarinnar var án ökuréttinda þar sem hann hafði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert