12 milljarðarnir gengu ekki út

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í út­drætti kvölds­ins í EuroJackpot, en potturinn er nú kominn í rúma 12 milljarða króna.

Átta heppn­ir vinn­ings­haf­ar skiptu hins vegar með sér öðrum vinn­ingi og fær hver þeirra tæpar 220 millj­ón­ir króna í sinn hlut. Fimm miðanna voru keypt­ir í Þýskalandi, tveir í Noregi og einn í Finnlandi.

Sjö skiptu svo með sér þriðja vinn­ingi og fá þeir rúmar 23 millj­ónir hver. Fimm þeirra miða voru einnig keyptir í Þýskalandi, einn í Noregi og einn í Póllandi.

Eng­inn var með all­ar Jóker­töl­urn­ar rétt­ar að þessu sinni en fjórir hepp­nir áskrifendur voru með fjór­ar rétt­ar Jóker­töl­ur í réttri röð og hljóta þeir 100 þúsund krón­ur í vinn­ing. Tveir miðanna voru keyptir á Lotto.is og hinir tveir í Lottó appinu.

Vinningstölur í Eurojackpot: 10, 19, 24, 30, 39

Stjörnutölur: 2, 4

Jókertölur: 9, 1, 3, 6, 0

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert