„Búnir að bjarga jólatrénu!“

Tréð var híft með krana inn í Skallagrímsgarðinn í Borgarnesi …
Tréð var híft með krana inn í Skallagrímsgarðinn í Borgarnesi þar sem það verður til prýði yfir aðventuna. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson

Guðleif B Andrésdóttir gaf Borgarbyggð um 40 ára gamalt grenitré sem var farið að skyggja á útsýnið úr húsinu hennar við Gunnlaugsgötuna í Borgarnesi enda orðið yfir 15 metra hátt. 

„Ég ætlaði að láta fjarlægja tréð en það hefði kostað mig trúlega 60 til 70 þúsund krónur.  Þeir hjá sveitarfélaginu fréttu af þessu og komu að máli við mig.  Það varð því úr að ég gaf þeim tréð og þeir fjarlægðu það á sinn kostnað,“ segir Guðleif í samtali við mbl.is.

Endurnýting grenitrésins vakti mikinn áhuga  og gleði yngri kynslóðarinnar. Þannig hrópaði eitt leikskólabarnanna, sem horfðu á kranann hífa grenitréð inn í Skallagrímsgarðinn í Borgarnesi, upp af gleði: „Þeir eru búnir að bjarga jólatrénu!“

Að sögn starfsmanna bæjarins sparast nokkrir fjármunir við þessa aðgerð því núna þarf ekki að kaupa tré í garðinn líkt og gert hefur verið undanfarin ár. 

Yngri kynslóðin fylgdist áhugasöm með aðförunum.
Yngri kynslóðin fylgdist áhugasöm með aðförunum. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert