Húsfyllir á morgunverðarfundi Árvakurs

Morgunverðarfundur Árvakurs um markaðsmál sem haldinn var í gær var fjölsóttur og vel heppnaður. Þar var leitað svara við þeirri spurningu hvað þyrfti til að ná árangri og forskoti í samkeppninni. 

Þeir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsráðgjafi Markaðsakademíunnar, Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota, Guðlaugur Aðalsteinsson, hönnunarstjóri Íslensku auglýsingastofunnar, og Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill deildu dýrmætri reynslu sinni með gestum um það hvernig hægt væri að ná frekari árangri á markaði.

Meðal þess sem farið var yfir á fundinum var mikilvægi uppbyggingar vörumerkja og tækifæra á auglýsingamarkaði, framúrskarandi þjónustu, hvernig halda á góðum samskiptum við fjölmiðla og viðskiptavini og hvað ber helst að varast.

Í lokin tók tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi lagið og dró fram hlátrasköll viðstaddra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert