Nýju lögin greiða fyrir Strætó

Strætó er hættur að stoppa við Hagatorg, Hádegismóa og Vörðutorg.
Strætó er hættur að stoppa við Hagatorg, Hádegismóa og Vörðutorg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að með nýjum umferðarlögum sem taka gildi 1. janúar verði heimilt að stöðva ökutæki í hringtorgum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið á framfæri ábendingum til Strætó um að óheimilt sé að stöðva strætisvagna í hringtorgum.

Sigurborg Ósk.
Sigurborg Ósk. mbl.is/Aðsend

„Varðandi þetta mál er gott að hafa í huga að þetta leysist allt með nýju umferðarlögunum sem taka gildi 1. janúar. Þá verður ekki lengur óheimilt að stöðva á hringtorgi,“ segir Sigurborg Ósk. 

Hún bendir svo á að bílar séu ítrekað stöðvaðir á hringtorgi þegar þeir hleypa bílum út úr hringtorgi, eða fyrir gangandi vegfarendum.

Því verði umræddar biðstöðvar Strætó við hringtorg mjög líklega teknar í notkun á nýju ári.

Fjallað hefur verið um málið á vef mbl.is. Upplýsingastjóri borgarinnar sagði Hagatorg akveg en ekki hringtorg. 

„Við mun­um fylgj­ast með þessu svæði sem öðrum. Laga­grein­in er al­veg skýr og eng­in undanþága heim­il,“ sagði Árni Friðleifsson, aðal­varðstjóri í um­ferðardeild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, og vís­aði í máli sínu til Haga­torgs í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. 

Í morgun fjallaði mbl.is um það hvað lögin, bæði núgildandi lög og nýju lögin sem taka gildi um áramót, segðu um hringtorg. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/11/15/hvad_er_hringtorg/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert