Tónleikar Hallveigar í Peking vel sóttir

Hallveig og Hrönn eru fyrir miðju myndarinnar. Þeim við hlið …
Hallveig og Hrönn eru fyrir miðju myndarinnar. Þeim við hlið er sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson. Ljósmynd/Freyr Brynjarsson

Sópransöngkonan Hallveig Rúnarsdóttir hélt afar vel heppnaða tónleika í hátíðarsal Peking-háskóla í gærkvöldi. Þar flutti hún íslensk og erlend lög sem vöktu mikla lukku meðal viðstaddra. Með Hallveigu á tónleikunum var píanóleikarinn Hrönn Þráinsdóttir.

Nokkur fjöldi Íslendinga var á viðburðinum og sögðust þeir í samtali við blaðamann mbl.is hæstánægðir með tónleikana. Samkvæmt upplýsingum frá sömu viðmælendum voru ríflega 250 manns viðstaddir, þar á meðal Gunni Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína.

Hallveigu og Hrönn þarf vart að kynna, en þær hafa starfað saman um árabil og verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu ár. Nú síðast var Hallveg valin Söngkona ársins 2018 á Íslensku tónlistarverðlaununum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert