Banna hrísgrjón, rósarblöð, confetti og kerti á Þingvöllum

Þingvallakirkja.
Þingvallakirkja. mbl.is/Brynjar Gauti

Í nýjum umgengnisreglum í Þingvallakirkju verður ekki heimilt að dreifa hrísgrjónum, confetti, rósarblöðum eða öðru svipuðu í kirkjunni eða fyrir utan hana. Allar skreytingar í eða við kirkjuna verða óheimilar nema með samþykki þjóðgarðsvarðar eða sóknarprests.

Óheimilt verður að kveikja á kertum innandyra nema á altari og óheimilt að tendra á kerti utandyra og öll neysla veitinga bönnuð í kirkjunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nýjar reglur um athafnir í kirkjunni voru samþykktar í Þingvallanefnd á miðvikudag en þær eru settar í kjölfar atviks sem varð í Þingvallakirkju í byrjun október þegar eldur úr skreytingu, sem sett hafði verið upp af gestum í kirkjunni, komst í gest við brúðkaupsathöfn. Eldurinn var snarlega slökktur af presti í athöfninni án mikils skaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert