Samherjamálið er á frumstigi

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. mbl.is/​Hari

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir ómögulegt að segja til um hvort hafin verði formleg rannsókn á máli Samherja. „Ég get lítið tjáð mig um einstakt mál og einstök gögn,“ segir Bryndís.

Tilefnið er umfjöllun Kveiks um umsvif Samherja í Namibíu. Héldu framleiðendur þáttarins því fram að fyrirtækið hefði greitt mútur til Namibíumanna og sótt á fiskimið landsins án þess að auðga landið. Talsmenn Samherja hafa vísað þessu á bug og falið norskri lögmannsstofu að rannsaka málið.

Haft var eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu í gær að skattrannsóknarstjóri hefði mögulega rannsakað hluta umræddra gagna eftir húsleit hjá Samherja árið 2012. Skal tekið fram að blaðamaður hafði frumkvæði að spurningunni.

Seðlabankinn stóð fyrir húsleit

Bryndís rifjar af þessu tilefni upp að skattrannsóknarstjóri hafi ekki farið í húsleitina hjá Samherja 2012 heldur hafi Seðlabankinn staðið fyrir henni. Síðan hafi héraðssaksóknari fengið öll gögnin til sín. Skattrannsóknarstjóri fékk svo gögn til skoðunar vegna málsins. „Eðli máls samkvæmt skoðuðum við gögn að því marki sem þau vörðuðu þetta tiltekna álitaefni á sínum tíma,“ segir Bryndís í umfjöllun um mál Samherja í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert