Öskur, læti og vopnaburður

Tilkynnt var til lögreglu um öskur og læti frá íbúð í Breiðholti (hverfi 109) snemma í morgun. Ölvaður maður var handtekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu grunaður um hótanir og ólöglegan vopnaburð. Hald var lagt á tvo hnífa. 

Um níu í morgun varð umferðarslys á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut. Árekstur tveggja bifreiða. Ökumaður annarrar bifreiðar er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi og of hratt miðað við aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um minni háttar meiðsl að ræða en önnur bifreiðin er óökufær.

Tilkynnt um slagsmál í miðborginni í morgun og voru tveir fluttir á lögreglustöð en sleppt eftir upplýsingatöku. Minni háttar áverkar. Óvíst hvort kært verður.

Alls voru 16 mál bókuð frá klukkan 5 í morgun til klukkan 11 hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert