Rífa húsið fyrir miðnætti

Húsið er gjörónýtt. Þessi mynd var tekin um klukkan fjögur …
Húsið er gjörónýtt. Þessi mynd var tekin um klukkan fjögur í dag. Eldurinn kom upp um fimmleytið í nótt. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Unnið er að því að rífa húsið við Norðurgötu 3 sem eldur kviknaði í í nótt á Akureyri. Eldglæður eru enn í húsinu og þess vegna var ákveðið að rífa það, að sögn Rolfs Tryggvasonar, varðstjóra slökkviliðs Akureyrar, í samtali við mbl.is.

Óskað var eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Lögreglan er enn að störfum en hefur gefið heimild til að rífa allt húsið. Ekki er vitað um eldsupptök.  

Svokallaður krabbi er notaður til að rífa húsið, setja í gáma og flytja af svæðinu. „Þetta gengur vel. Við reiknum með að ljúka þessu fyrir miðnætti,“ segir Rolf. 

Íbúar hússins náðu að komast út úr húsinu áður en eldurinn náði að breiða úr sér. Tilkynnt var um lausan eld kl. 05:14 og var allt tiltækt lið kallað út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert