Snjór og hálka í höfuðborginni

Snjór og hálka er á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt fyrir fólk að fara varlega í umferðinni. Verið er að hreinsa götur og stíga í Reykjavík. Hálka er á Reykjanesbrautinni og biður lögregla fólk um að fara varlega en verið er að hreinsa og salta. Víðar á Suðurnesjum er hálka.

Á Vestfjörðum er Hrafnseyrarheiði þungfær og þæfingsfærð á Dynjandisheiði. Góð vetrarfærð er víðast hvar, þótt einhver hálka sé í flestum landshlutum. Upplýsingasími Vegagerðarinnar 1777 er opinn frá kl. 06:30 til 22:00 alla daga vikunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert