35-40% umsækjenda fá bætur

Sjúkratryggingar Íslands samþykkja umsóknir um 35-40% sjúklinga sem sækja um bætur úr sjúklingatryggingu og telja sig hafa orðið fyrir heilsufarslegu tjóni vegna mistaka eða annarra atvika í opinbera heilbrigðiskerfinu.

Umsóknir hafa á síðustu árum verið 150 til 190 á ári og heildarbætur um 400 milljónir á ári. Áætla má að bætur séu 6,5 til 8 milljónir að meðaltali í hverju samþykktu tilviki.

Umsóknum hefur fjölgað ár frá ári. Sjúkratryggingar hafa greitt í heildina um 2,8 milljarða króna í sjúklingatryggingu frá ársbyrjun 2008 til loka október á þessu ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert