400 gestir á barnaþingi

Salvör Nordal umboðsmaður barna.
Salvör Nordal umboðsmaður barna. mbl.is/Hari

Þing um málefni barna, barnaþing, er haldið í Hörpu dagana 21. og 22. nóvember og er von á 400 gestum, bæði börnum og fullorðnum. Vigdís Finnbogadóttir, verndari þingsins, verður viðstödd opnunarhátíðina, að því er segir í tilkynningu.

Á hátíðardagskránni verður boðið verður upp á lifandi dagskrá með virkri þátttöku barna og fullorðinna. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpar hátíðargesti auk nokkurra ráðherra sem deila minningum sínum frá æskuárum. Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og Flautukór Tónskóla Sigursveins koma fram á hátíðinni og Steindi Jr.

Á föstudag fara fram umræður með þjóðfundarfyrirkomulagi í Silfurbergi í Hörpu. Þar munu 150 börn hefja umræðuna um morguninn á vinnuborðum en eftir hádegi mæta fullorðnir boðsgestir til að taka þátt í áframhaldandi umræðu um þau umfjöllunarefni sem börnin hafa valið.

Barnaþingið er haldið í fyrsta skipti í ár en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum falið að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Með þinginu er brotið blað í samráði við börn og vonandi á barnaþing eftir að verða öflugur vettvangur fyrir samtal og samráð um málefni barna til framtíðar, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert