Austlægar áttir fram að helgi

Veðurútlit á hádegi í dag, fimmtudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, fimmtudag.

Austlægar áttir verða ríkjandi á landinu fram að helgi og verða þær stífar við suðurströndina en annars yfirleitt hægar.

Í dag verður austan 8-18 m/s, hvassast við suðurströndina. Dálítil væta sunnan- og vestanlands og sums staðar slydda í dag, en lengst af verður þurrviðri á Norður- og Austurlandi. Suðlægari og hægari vindar með kvöldinu.

Suðaustlæg átt, 3-10 m/s, og víða dálítil rigning á morgun, en þurrt að mestu norðaustan til. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst, og er fremur milt miðað við árstíma.

Á sunnudag og í næstu viku lítur svo út fyrir að hann leggist í norðanáttir og kólni talsvert á öllu landinu.

Veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert