Hönnun Fossvogsbrúar að hefjast

Nýja brúin mun liggja milli Reykjavíkur og Kópavogs.
Nýja brúin mun liggja milli Reykjavíkur og Kópavogs.

Vegagerðin, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa auglýst eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog. Er hér verið að stíga fyrsta skrefið varðandi hönnun brúar, sem hefur verið í burðarliðnum í mörg ár.

Fram kemur í útboðsauglýsingunni að um sé að ræða opið forval þar sem valin verða fimm hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppni á grundvelli hæfni og fyrri reynslu. Tilboðum á að skila fyrir kl. 12.00 föstudaginn 20. desember 2019. Forvalið er jafnframt auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

Gert er ráð fyrir um 270 metra langri brú yfir Fossvog, frá norðurenda Bakkabrautar á Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur.

Markmiðið er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert