Greiðslur vegna sálfræðiþjónustu jukust um 138%

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Greiðslur úr sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Akraness jukust um 138% á þessu ári frá árinu á undan.

Segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, í pistli á vefsíðu þess að það veki athygli og spurningu hvort kvíði og streita sé að aukast hjá félagsmönnum sem kalli á að þeir séu duglegri að leita sér sálfræðiþjónustu.

VLFA hefur fjölgað styrkjum og hækkað upphæðir styrkja til félagsmanna. Ákveðið var t.d. í vor að hækka fæðingarstyrk úr 100.000 kr. í 150.000 kr. og í 300 þús. kr. ef báðir foreldrar eru félagsmenn. Alls hafa 1.033 félagsmenn nýtt sér hina ýmsu styrki sem sjúkrasjóður félagsins býður upp á frá 1. janúar til 1. nóvember á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert