Raggi Bjarna fær heiðurslaun listamanna

Raggi Bjarna fær heiðurslaun listamanna samkvæmt tillögu allsherjar- og menntamálanefndar.
Raggi Bjarna fær heiðurslaun listamanna samkvæmt tillögu allsherjar- og menntamálanefndar. mbl.is/Styrmir Kári

Ragnar Bjarnason, sem þekktastur er sem Raggi Bjarna, fær heiðurslaun listamanna samkvæmt tillögu allsherjar- og menntamálanefndar sem birt var í dag. Tekur hann þar stað Atla Heimis Sveinssonar, sem lést á árinu

Heiðurs­laun lista­manna voru fyrst veitt árið 1967 og voru veitt í óbreytti mynd til 1991, þegar upp­haf­legu lög­in voru felld úr gildi en ný lög um lista­manna­laun, nr. 35/​​​1991, tóku við. 

Vorið 2012 voru sett lög um heiðurs­laun lista­manna og tóku þau gildi í sept­em­ber sama ár. Í nýju lög­un­um er sett þak á fjöld­ann, 25 lista­menn fái ár­lega heiðurs­laun sem skuli vera jafn­há starfs­laun­um lista­manna og veitt að fullu til 70 ára ald­urs, en eft­ir það séu þau 80% af starfs­laun­um.

Bubbi Morthens kom nýr inn á listann í fyrra og tók þá sæti Þorsteins frá Hamri sem lést í fyrra.

15 karl­ar og 10 kon­ur er á list­an­um í ár sem er svohljóðandi: 

     1.      Bubbi Mort­hens
     2.      Erró
     3.      Guðberg­ur Bergs­son
     4.      Guðrún Ásmunds­dótt­ir
     5.      Guðrún Helga­dótt­ir
     6.      Gunn­ar Þórðar­son
     7.      Hann­es Pét­urs­son
     8.      Hreinn Friðfinns­son
     9.      Jóhann Hjálm­ars­son
     10.      Jón Nor­dal
     11.      Jón Sig­ur­björns­son
     12.      Jón­as Ingi­mund­ar­son
     13.      Krist­björg Kj­eld
     14.      Kristín Jóhann­es­dótt­ir
     15.      Magnús Páls­son
     16.      Matt­hías Johann­essen
     17.      Megas
     18.      Ragn­ar Bjarna­son
     19.      Steina Vasul­ka
     20.      Vigdís Gríms­dótt­ir
     21.      Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir
     22.      Þor­björg Höskulds­dótt­ir
     23.      Þor­gerður Ingólfs­dótt­ir
     24.      Þrá­inn Bertels­son
     25.      Þuríður Páls­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert