Stærsti losandi koltvíoxíðs landið sjálft

„Við þurfum að gefa landinu tækifæri til að gróa þar …
„Við þurfum að gefa landinu tækifæri til að gróa þar sem það er illa farið, en sá viðsnúningur og sjálfsáning skóga verður aldrei raunhæfur veruleiki á meðan lausaganga er meginstef í landnýtingu okkar.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem tók sæti á Alþingi í gær, segir gróðurhulu landsins mjög illa farna og að gervihnattamyndir sýni að hún hafi lítið breyst frá aldamótum.

Í ræðu sinni undir störfum þingsins í dag vitnaði Herdís Anna í skýrslu OECD frá 2014 þar sem jarðvegseyðing er sögð meiri háttar vandamál á Íslandi, meðal annars vegna ofbeitar og að styrkjakerfi landbúnaðarins ýti undir vandann.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Það er eitt að binda og annað að stöðva losun en okkar stærsti losandi koltvíoxíðs er landið sjálft. Í skýrslu frá 2016 eftir Jón Guðmundsson kemur fram að nettólosun frá íslensku mólendi gæti numið allt að 38 milljónum tonna koldíoxíðs á ári en til samanburðar losaði allt íslenska hagkerfið 4,7 milljónir tonna árið 2017.“

Skorti yfirsýn og úrræði í beitarstýringu

Herdís Anna sagði einu leiðina til að land hætti að losa og fari að binda sé að landið grói og að til þess þyrfti það frið. „Við þurfum að gefa landinu tækifæri til að gróa þar sem það er illa farið, en sá viðsnúningur og sjálfsáning skóga verður aldrei raunhæfur veruleiki á meðan lausaganga er meginstef í landnýtingu okkar.

Við erum leiðandi meðal þjóða heims í ábyrgri nýtingu auðlinda hafsins en þegar kemur að nýtingu gróðurlendis erum við ekki til fyrirmyndar. Við vöktum fiskstofna og stýrum nýtingu þeirra vel en þegar kemur að vöktun lands og beitarstýringu skortir okkur yfirsýn og úrræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert