Bilaði rafallinn var fjarlægður

Reiknað er með að skipin verði komin í rekstur á …
Reiknað er með að skipin verði komin í rekstur á næsta ári. Ljósmynd/Eimskip

Búið er að fjarlægja hinn ónýta rafal úr Brúarfossi, nýsmíði Eimskips í Kína. Það var mikið verk að fjarlægja rafalinn og þurfti að færa til hluta af aðalvélinni til að koma honum út úr vélarrúminu.

Eins og fram kom í tilkynningu frá Eimskip í lok september sl. brann svokallaður ásrafall yfir í prufukeyrslu hjá kínversku skipasmíðastöðinni. Hann framleiðir rafmagn með snúningi vélaröxulsins.

Ásrafallinn er þýskur búnaður og lá strax fyrir að smíða þyrfti nýjan. Gengur sú vinna samkvæmt áætlun, að því er Eimskip upplýsir Morgunblaðið um. Nýir rafallinn verður síðan fluttur til Kína og komið fyrir í Brúarfossi. Verður það tæknilega flókin aðgerð. Vegna þessa verður sex til átta mánaða seinkun á afhendingu skipsins. Standa vonir til að það verði afhent í júlí á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert